Fótbolti

Kveikt í styttunni af Zlatan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmönnum Malmö finnst þeir illa sviknir
Stuðningsmönnum Malmö finnst þeir illa sviknir vísir/getty

Ósáttir stuðningsmenn Zlatan Ibrahimovic kveiktu í styttu af framherjanum eftir að hann gerðist hluteigandi í Hammarby.Sænski framherjinn er orðinn 25 prósent eigandi í Hammarby og það fór illa í stuðningsmenn Malmö.Zlatan er uppalinn hjá Malmö og var reist stytta af kappanum fyrir utan heimavöll liðsins fyrir stuttu.Hammarby og Malmö eru erkifjendur og má segja að þessar fréttir af kaupunum í Hammarby fóru ekki vel í stuðningsmenn Malmö.Hópur þeirra tók sig til og kveikti í styttunni. Fyrr um daginn höfðu verið unnin skemmdarverk á styttunni, klósettpappír kastað á hana og krotað á hana.Þá var stofnað til undirskriftar um að láta fjarlægja styttuna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.