Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 09:30 Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima) Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima)
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira