Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 13:08 Frambjóðendurnir Olaf Scholz og Klara Geywitz, og Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken. Getty Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti. Þýskaland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. Verður fyrsta verkefni nýs leiðtoga að leggja línurnar um hvort að flokkurinn eigi að hætta stjórnarsamstarfinu með Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel kanslara. Ákveði nýr formaður að slíta stjórnarsamstarfinu kann svo að fara að nauðsynlegt verði að boða til nýrra þingkosninga í landinu. Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar endurnýjuðu stjórnarsamstarfið eftir kosningarnar 2017 eftir margra mánaða viðræður um myndun stjórnar. Fjölmargir flokksmenn hafa skorað á leiðtoga að slíta stjórnarsamstarfinu og byggja flokkinn upp að nýju í stjórnarandstöðu. SPD hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.Kosið milli tveggja leiðtogapara Atkvæðagreiðsla meðal 426 þúsund flokksmanna SPD hefur staðið síðustu tíu daga og lýkur á morgun. Fyrirkomulagið er um margt sérstakt og stendur valið nú milli tveggja leiðtogapara. Annað parið er undir forystu fjármálaráðherrans Olaf Scholz, sem þykir líklegur til að halda stjórnarsamstarfinu áfram, og hitt parið undir forystu hagfræðingsins og vinstrisinnans Norbert Walter-Borjans.Hrói Höttur Norðurrín-Vestfalíu Walter-Borjans, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu, þykir líklegri til að vilja slíta stjórnarsamstarfinu, en hann hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Þeir Scholz og Walter-Borjans eiga það sameiginlegt að vilja endursemja um stjórnarsáttmálann þar sem aukin áhersla verði lögð á félagslegt réttlæti.
Þýskaland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira