Fótbolti

Sportpakkinn: 800 mörk hjá Messi og Suarez fyrir Barcelona en tvö mörk voru tekin af Lukaku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez og Lionel Messi fagna marki í leik Barcelona í gær.
Luis Suarez og Lionel Messi fagna marki í leik Barcelona í gær. Getty/David Ramos
Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta en þar náðu þeir Lionel Messi og Luis Suarez merkilegum tímamótum saman.

Barcelona tryggði sér sigur í F-riðli meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á Dortmund. Lionel Messi skoraði eitt markanna og lagði upp hin tvö fyrir Luis Suarez og Antoine Griezeman. Þeir Messi og Suarez eru búnar að skora 800 mörk fyrir Katalóníuliðið, Messi 613 og Suarez 187. Barcelona vann því riðilinn sinn þrettánda árið í röð.

Inter og Borussia Dortmund berjast um annað sætið, liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Inter stendur betur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Romelu Lukaku lagði upp fyrsta markið gegn Slavia Prag, Argentínumaðurinn Lautaro Martinez skoraði.

Þeir félagar fögnuðu marki á 35. mínútu, Romelu Lukaku skoraði. En markið var dæmt af og í staðinn  var vítaspyrna dæmd hinum megin. Í stað þess að Inter væri 2-0 yfir þá jafnaði Tomas Soucek.

10 mínútum fyrir leikslok skoraði Lukaku 1. meistaradeildarmark sitt fyrir Inter. Varnarmaðurinn Michal Frydrych rann á vellinum og Belginn lék á Ondrej Kolar í markinu. Antonio Conte knattspyrnustjóri Inter fagnaði innilega á hliðarlínunni.

Skömmu síðar átti Lukaku glæsilega sendingu á Lautaro Martinez sem skoraði fimmta mark sitt í Meistaradeildinni í vetur. Undarlegt atvik varð í uppbótartíma. Inter vann boltann og brunaði í sókn. Lukaku átti greiða leið að marki og skoraði framhjá Kolar í markinu. Lukaku fagnaði en 100 sekúndum síðar var markið dæmt af vegna brots á vallarhelmingi Inter. Í annað sinn í leiknum tóku myndbandsdómarar mark af Lukaku. Það kom ekki að sök því Inter vann 3-1.

Í síðustu umferðinni 10. desember mætast Barcelona og Inter og Borussia Dortmund fær Tékkana í Slavia Prag í heimsókn.

Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.



Klippa: Sportpakkinn: 800 mörk hjá Messi og Suarez fyrir Barcelona



Fleiri fréttir

Sjá meira


×