Fótbolti

Tók Ronaldo 32 leiki, Messi 17 en norska ungstirnið bara þrjá

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland fagnar í gær.
Håland fagnar í gær. vísir/getty
Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni. Hann skoraði tvö mörk er Red Bull Salzburg tapaði 3-2 fyrir Napoli í gærkvöldi.

Með því að skora mörkin tvö í gær sló Håland met en hann hefur nú skorað sex mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Meistaradeildinni.

Hann byrjaði Meistaradeildarferilinn með þrennu gegn Genk og í næsta leik á eftir skoraði hann eitt mark í tapi gegn Liverpool á útivelli.

Mörkin tvö í gær gera það að verkum að hann er fljótasti leikmaðurinn í sex mörk í sögu Meistaradeildarinnar og gaman er að bera hann við tvo af bestu knattspyrnumenn sögunnar.







Það tók til að mynda Cristiano Ronaldo 32 leiki til að skora fyrstu sex mörkin sín í Meistaradeildinni og annan töframann, Lionel Messi, tók það sautján leiki.

Hinn nítján ára gamli Norðmaður lét hins vegar sex leiki duga en talið er að mörg stærstu lið Evrópu fylgist með honum um þessar mundir.








Tengdar fréttir

Þetta eru 20 bestu ungu leikmenn í Evrópu

Besti knattspyrnumaður Evrópuboltans, yngri en 21 árs, er valinn í desember á hverju ári og hafa þeir 20 leikmenn sem koma til greina í ár nú verið tilnefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×