Fótbolti

Þetta eru 20 bestu ungu leikmenn í Evrópu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vinnur De Ligt annað árið í röð?
Vinnur De Ligt annað árið í röð? vísir/getty
Besti knattspyrnumaður Evrópuboltans, yngri en 21 árs, er valinn í desember á hverju ári og hafa þeir 20 leikmenn sem koma til greina í ár nú verið tilnefndir. 

Ítalski fjölmiðillinn Tuttosport heldur utan um kosninguna en það eru blaðamenn víða úr Evrópu sem hafa kosningarétt.

Eftirtaldir leikmenn eru tilnefndir í ár.

Matthijs de Ligt (Juventus, Holland)

Alphonso Davies (Bayern Munich, Kanada)

Gianluigi Donnarumma (Milan, Ítalía)

Ansu Fati (Barcelona, Spánn)

Philip Foden (Manchester City, England)

Matteo Guendozi (Arsenal, Frakkland)

Erling Haland (RB Salzburg, Noregur)

Kai Havertz (Bayer Leverkusen, Þýskaland)

Joao Felix (Atletico Madrid, Portúgal)

Dejan Joveljic (Eintracht Frankfurt, Serbía)

Moise Kean (Everton, Ítalía)

Kang-in Lee (Valencia, Suður-Kórea)

Andrij Oleksijovyc (Valladolid, Úkraína)

Danyell Malen (PSV Eindhoven, Holland)

Mason Mount (Chelsea, England)

Rodrygo (Real Madrid, Brasilía)

Jadon Sancho (Borussia Dortmund, England)

Ferran Torres (Valencia, Spánn)

Vinicius Jr (Real Madrid, Brasilía)

Nicolò Zaniolo (Roma, Ítalía)

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003 og féllu þá í skaut hollenska miðjumannsins Rafael van der Vaart en listinn yfir þá leikmenn sem hlotið hafa þessi verðlaun síðan er ansi glæsilegur eins og sjá má hér fyrir neðan.

2003    Rafael van der Vaart

2004    Wayne Rooney

2005    Lionel Messi 

2006    Cesc Fàbregas

2007    Sergio Agüero

2008    Anderson

2009    Alexandre Pato

2010    Mario Balotelli

2011    Mario Götze   

2012    Isco     

2013    Paul Pogba     

2014    Raheem Sterling      

2015    Anthony Martial        

2016    Renato Sanches

2017    Kylian Mbappé

2018    Matthijs de Ligt      




Fleiri fréttir

Sjá meira


×