Erlent

Tugir látnir eftir að felli­bylur skall á Bangla­dess og Ind­land

Atli Ísleifsson skrifar
Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu.
Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu. Getty

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir að fellibylurinn Bulbul skall á Bangladess og Indland um helgina. Rúmlega tvær milljónir manna höfðu flúið heimili sín vegna komu fellibylsins.

Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu. Þá er fimm manns saknað eftir að togari sökk nærri eyjunni Bhola. Talsmenn yfirvalda á Indlandi segja að tólf hafi látið lífið í ríkjunum Vestur-Bengal og Odisha.

Óveðrið gekk yfir Bengalflóa seint á laugardagskvöldið þar sem vindhviður fóru í 34 metra á sekúndu. Nokkuð dró úr vindi þegar fellibylurinn fór á land.

Um tvær milljónir manna í Bangladess var gert að flýja heimili sín og leituðu skjóls í neyðarskýlum og hafa flestir nú haldið aftur heim á leið. Loka þurfti höfnuð og aflýsa flugi á meðan óveðrið gekk yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.