Indland

Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir.

Styrkur til að nýta jarðvarma til kælingar á eplum
Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma sem rannsaka á hvort nýta megi sem orkugjafa.

Aldrei fleiri greinst á einum degi
Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi.

Styrkur til hönnunar og uppbyggingar snjallmannvirkja
Samið hefur verið við Geymd ehf um að kanna byggingu snjallmannvirkja á Indlandi og í Kenía.

Ekki fleiri nýsmitaðir á Indlandi í fjóra mánuði
Heilbrigðismálaráðuneyti Indlands segir 43.846 manns hafa greinst smitaða af Covid-19 undanfarin sólarhring. Fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið hærri í fjóra mánuði og hefur aukningin leitt til hertra samkomutakmarkana víða.

Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni
Indverskar og kínverskar hersveitir hafa hörfað frá landsvæði við stöðuvatnið Pangong í Himalaja-fjallgarðinum á landamærum ríkjanna. Mikil spenna hefur verið á svæðinu síðustu mánuði, en ríkin hafa lengi deilt um hvar landamærin skuli liggja.

Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar
Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár.

Fjörutíu látnir eftir rútuslys á Indlandi
Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni.

Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra Everest
Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016.

Fjórtán látnir eftir flóðbylgjuna á Indlandi
Björgunarmenn á vegum indverska hersins leita nú að fólki sem talið er að hafi lent í flóðbylgju sem framkallaðist þegar hluti af jökli brotnaði í Himalya-fjöllunum.

Níu látnir og 140 saknað eftir að stórt jökulbrot hrundi úr Himalayafjöllum
Níu eru látnir og 140 saknað eftir að stórt jökulbrot hrundi úr jökli í Himalayafjöllum í morgun. AP fréttaveitan greinir frá.

Óttast um afdrif 150 manns eftir að stórt jökulbrot hrundi úr Himalayafjöllum
Óttast er um afdrif allt að 150 manns í norðurhluta Indlands eftir að stórt jökulbrot hrundi úr jökli í Himalayafjöllum í morgun.

Ekki kynferðisofbeldi ef káfið er utanklæða
Að káfa á einstakling utanklæða er ekki kynferðisofbeldi, samkvæmt niðurstöðu yfirréttar í Mumbai. Hvergi er kveðið á um það í indverskum lögum að káf sé aðeins kynferðisofbeldi ef hold snertir hold en dómurinn er fordæmisgefandi.

Mótmæli bænda urðu að óeirðum
Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag.

Ný átök á landamærum Kína og Indlands
Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum.

Fimm dóu í bruna hjá stærsta bóluefnaframleiðanda heims
Fimm eru dánir eftir að eldur kviknaði í húsnæði stærsta bóluefnaframleiðanda heims í Indlandi. Eldurinn mun þó ekki koma niður á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca, sem fyrirtækið Serum Institute of India hefur verið að framleiða.

Tíu nýfædd börn fórust í eldsvoða í nótt
Tíu nýfædd börn fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi á Indlandi í morgun. Sjö ungbörnum var bjargað af starfsmönnum sjúkrahússins. Eldurinn kom upp í Bhandara héraðssjúkrahúsinu í vesturhluta Indlands.

Heimila notkun á indversku bóluefni
Lyfjaeftirlit Indlands hefur veitt neyðarleyfi fyrir notkun bóluefnisins Covaxin við Covid-19, sem þróað var og framleitt á Indlandi.

Kínverska hagkerfið verði það stærsta í heimi 2028
Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því.

Dularfull veikindi á Indlandi ekki útskýrð enn
Rúmlega 500 hafa nú verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda í Andhra Pradesh á Indlandi. Minnst einn hefur dáið en á fjögur hundruð hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.