Indland

Fréttamynd

Covid dreifist hratt í borgum Indlands og meðal barna

Kórónuveiran er aftur komin í tiltölulega mikla dreifingu á Indlandi þessa dagana og þá sérstaklega í borgum landsins. Innlagnir eru þó enn tiltölulega fáar og delta-afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, er enn ráðandi í landinu en einungis 2.630 hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu, svo vitað sé.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála

Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína.

Erlent
Fréttamynd

Formaður herforingjaráðs Indlands fórst í þyrluslysi

Bipin Rawat, formaður herforingjaráðs Indlands, dó í þyrluslysi á Indlandi í morgun. Madhulika Rawat, eiginkona hans, og ellefu aðrir fórust einnig í slysinu. Einn lifði af en er á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi með brunasár víðsvegar um líkamann.

Erlent
Fréttamynd

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Erlent
Fréttamynd

Kornabörn fórust í eldsvoða á indversku sjúkrahúsi

Fjögur ungbörn fórust þegar eldur kviknaði á nýburadeild sjúkrahúss í borginni Bhopal á Indlandi í gærkvöldi. Nokkur börn slösuðust til viðbótar en ekki liggur fyrir hversu mörg þau eru og hversu alvarleg sár þau eru.

Erlent
Fréttamynd

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.