Erlent

Eld­flaugum skotið á Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Eldflaugavarnarkerfi Ísraela í bænum Ashdod í morgun.
Eldflaugavarnarkerfi Ísraela í bænum Ashdod í morgun. epa
Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum.

Baha Abu Al-Ata, leiðtogi samtakanna Heilags stríð í Palestínu (e. PIJ, Palestinian Islamic Jihad), var drepinn í ísraelskri loftárás í nótt ásamt konu sinni. Ísraelar fullyrða að Al-Ata hafi verið tifandi tímasprengja sem hafi skipulagt yfirvofandi hryðjuverkaárásir á Ísrael.

Skömmu eftir árásina hófust eldflaugaskot frá Gasa sem lentu í suðurhluta Ísrael en engar fregnir hafa borist af tjóni af þeirra völdum.

PIJ samtökin eru studd af Írönum og eru þau næststærsti hópur vígamanna á Gasa-svæðinu á eftir Hamas samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×