Erlent

Eld­flaugum skotið á Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Eldflaugavarnarkerfi Ísraela í bænum Ashdod í morgun.
Eldflaugavarnarkerfi Ísraela í bænum Ashdod í morgun. epa

Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum.

Baha Abu Al-Ata, leiðtogi samtakanna Heilags stríð í Palestínu (e. PIJ, Palestinian Islamic Jihad), var drepinn í ísraelskri loftárás í nótt ásamt konu sinni. Ísraelar fullyrða að Al-Ata hafi verið tifandi tímasprengja sem hafi skipulagt yfirvofandi hryðjuverkaárásir á Ísrael.

Skömmu eftir árásina hófust eldflaugaskot frá Gasa sem lentu í suðurhluta Ísrael en engar fregnir hafa borist af tjóni af þeirra völdum.

PIJ samtökin eru studd af Írönum og eru þau næststærsti hópur vígamanna á Gasa-svæðinu á eftir Hamas samtökunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.