ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 13:56 Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Vísir/AP Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur. Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur.
Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira