Fótbolti

Kári: Við erum ekki að fara að gefast upp

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Kári Árnason á æfingu íslenska liðsins.
Kári Árnason á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Sigurður Már
Kári Árnason var á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag en hann hefur einn leikmanna íslenska liðsins spilað sem leikmaður í Tyrklandi.

Kári var spurður um það á morgun hvernig íslenska liðið ætlaði að nálgast leikinn á morgun þar sem möguleikarnir eru ekki miklir. Tyrkir komast á EM og enda vonir Íslendinga með því að ná í stig.

„Þeir eru búnir að gera rosavel með því að ná í fjögur stig á móti Frakklandi og með því eru þeir búnir að gera mjög erfitt fyrir,“ sagði Kári Árnason.

Tyrkir hafa 19 stig eða fjórum fleiri en íslenska landsliðið þegar aðeins tveir leikir eru eftir.

„Við erum ekki vanir að beygja okkur og gefast upp. Það eina í stöðunni er að ná sigri hérna og vonast til þess að Andorra hjálpi okkur og við klárum Moldóvu,“ sagði Kári

„Við höfum oft verið upp að vegg áður og við erum ekki að fara að gefast upp,“ sagði Kári Árnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×