Holland aftur á stórmót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hollendingar fagna EM-sætinu.
Hollendingar fagna EM-sætinu. vísir/getty
Eftir að hafa misst af tveimur stórmótum í röð er Holland komið á EM 2020. Þetta var ljóst eftir markalaust jafntefli við Norður-Írland í Belfast í C-riðli í kvöld.Norður-Írar þurftu að vinna til að eiga möguleika á að komast á EM. Þeir fengu gullið tækifæri til að skora á 32. mínútu en Steven Davis skaut yfir úr vítaspyrnu.Holland er í 2. sæti riðilsins með 18 stig, tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem tryggði sér einnig sæti á EM í kvöld. Þjóðverjar unnu þá 4-0 sigur á Hvít-Rússum í Mönchengladbach. Þýskaland hefur komist á 13 Evrópumót í röð sem er met.Matthias Ginter kom Þýskalandi yfir með hælspyrnu á 41. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.Á 49. mínútu skoraði Leon Goretzka annað mark Þjóðverja og aðeins sex mínútum síðar bætti Toni Kroos þriðja markinu við.Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands, varði vítaspyrnu frá Igor Stasevich á 75. mínútu. Átta mínútum síðar skoraði Kroos annað mark sitt og fjórða mark Þjóðverja.Króatar tryggðu sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð með 3-1 sigri á Slóvakíu. Króatar eru með 17 stig á toppi E-riðils.Robert Bozenik kom Slóvökum yfir á 32. mínútu en mörk frá Nikola Vlasic, Bruno Petkovic og Ivan Perisic í upphafi seinni hálfleiks tryggðu Króötum stigin þrjú.Austurríki tryggði sér einnig sæti á EM með 2-1 sigri á Norður-Makedóníu í G-riðli. David Alaba og Stefan Lainer skoruðu mörk Austurríkismanna sem eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig, fimm stigum á eftir Pólverjum sem unnu 1-2 útisigur á Ísraelsmönnum. Grzegorz Krychowiak og Krzysztof Piatek skoruðu mörk Póllands.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.