Holland

Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta
Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna.

Vill rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal vegna morðtilraunar
Hollendingurinn Quincy Promes hefur sótt um rússneskan ríkisborgararétt samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Promes er sakaður um að hafa reynt að myrða frænda sinn og gerir nú allt til að forðast framsal til Hollands.

Van Gaal endanlega hættur í fótbolta
Louis Van Gaal er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins og í fótbolta yfir höfuð. Þetta staðfesti hann eftir súrt tap Hollands gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM sem fer fram í Katar.

Falsa ásakanir gegn eigin njósnara
Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag.

Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni
Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu.

„Táknrænt fyrir það hvernig við speglum öll hvort annað og samfélagið okkar“
Tónlistarkonan Brynja var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Breathe en með henni á því er hollenska söngkonan Carlijn Andriessen sem notast við listamannanafnið Care. Blaðamaður tók púlsinn á þeim stöllum og fékk að heyra um þeirra samstarf.

Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17
Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið.

Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli
Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns.

Þjóðgarðsverðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningarkúlum
Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim.

Tilraun til vitundavakningar endaði með fangelsisdómi
Tveir menn hafa nú verið dæmdir til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir tilraun sína til þess að skemma málverkið „Stúlkan með perlueyrnalokkinn“ eftir Vermeer í nafni aðgerða í umhverfismálum.

Telja Kínverja hafa sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Hollandi
Utanríkisráðuneytið í Hollandi segist vera að rannsaka það hvort Kínverjar hafi sett upp ólöglegar lögreglustöðvar í Rotterdam og Amsterdam. Hollenskir miðlar hafa fjallað um málið síðustu daga og telja kínverska ríkið bera ábyrgð á stöðvunum.

Rottur þjálfaðar til þess að bjarga fólki eftir jarðskjálfta
Verið er að þjálfa rottur til þess að finna fólk sem festist í rústum eftir jarðskjálfta. Rotturnar eru þá látnar bera lítinn bakpoka sem dugi meðal annars sem einskonar staðsetningartæki.

Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar
Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina.

Verstappen heimsmeistari eftir sigur í Japan
Max Verstappen, ökuþór Red Bull, tyggði sér núna í morgun sinn annan heimsmeistaratitill í röð eftir að hafa unnið japanska kappaksturinn.

Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“
Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall.

Ætluðu sér að ræna dómsmálaráðherranum
Lögregla í Hollandi hefur handtekið fjóra vegna gruns um að hafa haft í hyggju að ræna belgíska dómsmálaráðherranum Vincent Van Quickenborne.

Ríkisstjórnin gekk út vegna samsæriskenninga umdeilds þingmanns
Samsæriskenningar þar sem ýjað var að því að fjármálaráðherra Hollands væri njósnari á vegum vestrænna ríkja sem viðraðar voru í þingræðu í Hollandi í gær varð til þess að öll hollenska ríkisstjórnin gekk af þingfundi í mótmælaskyni.

Hollenskur bær í mál við Twitter vegna sögusagna um sataníska barnaníðinga
Hollenski bærinn Bodegraven-Reeuwijk hefur krafist þess að Twitter fjarlægi færslur sem bendla bæinn við satanískan söfnuð barnaníðinga. Sögusagnir um söfnuðinn hafa fengið að viðgangast á miðlinum síðan árið 2020.

Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð
Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu.

Fyrsta borgin til að banna kjötauglýsingar
Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar.