Holland

Fréttamynd

Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu

Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu.

Erlent
Fréttamynd

Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur

Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.

Erlent
Fréttamynd

Shell dæmt til að draga hressi­lega úr út­blæstri

Dómstóll í Haag í Hollandi dæmdi í dag hollenska olíurisann Shell til að draga verulega úr útblæstri sínum á gróðurhúsalofttegundum. Shell á samkvæmt dómunum að draga úr útblæstri félagsins um 45 prósent fyrir árið 2030, miðað við útblástur árið 2019.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn einn greinist smitaður í Euro­vision-búðunum

Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision árið 2019, hefur greinst smitaður af Covid-19. Laurence sigraði í keppninni fyrir hönd Hollands í Tel Aviv árið 2019 en til stóð að hann stigi á svið á laugardag til þess að flytja sigurlag sitt eins og hefð er fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Líður ekki eins og hann sé í Euro­vision lengur

Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Euro­vision en vera fastur í sótt­kví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótel­her­bergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Euro­vision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í general­prufu. Þetta er alveg súrrealískt.“

Lífið
Fréttamynd

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið
Fréttamynd

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid

Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Innlent
Fréttamynd

Ajax hollenskur meistari

Ajax tryggði sér í gær sigur í hollensku deildinni með 4-0 sigri gegn Emmen á Johan Cruyff Arena. Þetta er í 35. skipti sem Ajax vinnur deildina.

Fótbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.