Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Farage var reiður í hnefaleikahringnum. Flokkur hans mælist með hluta þess fylgis sem áður var. Nordicphotos/EPA „Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Farage í hnefaleikaklúbbi í Lundúnum. „Á meðan ég tala núna er í gangi herferð til að fá menn og konur, frjálst fólk, til þess að hætta við að bjóða sig fram. Mætti halda að við værum í Venesúela.“ Þrátt fyrir þessar ásakanir nefndi Farage engin ákveðin dæmi máli sínu til stuðnings. Einungis að frambjóðendur hans fengju stanslaus símtöl og tölvupóst þar sem óhróðri væri hellt yfir þá. Hratt hefur fjarað undan Brexit-flokknum á undanförnum vikum. Mælist hann einungis með fjögra til sjö prósenta fylgi en var með allt að 17 prósenta fylgi í könnunum í haust. Ekki er nema hálft ár síðan flokkurinn fékk flest atkvæði allra breskra flokka í kosningum til Evrópuþingsins, 30,5 prósent, en þá var hann nýstofnaður. Bjuggust margir við að Brexit flokkurinn myndi rjúka upp í könnunum þegar ljóst væri að Bretland myndi ekki yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október eins og forsætisráðherrann Boris Johnson hafði lofað. Á mánudag tilkynnti Farage að Brexit-flokkurinn myndi ekki bjóða fram í þeim kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn væri sterkastur heldur beina afli sínu að kjördæmum þar sem Verkamannaflokkurinn væri sterkur. Farage hefur boðið Johnson kosningabandalag en því var hafnað. Ákvörðunin kom flatt upp á marga, og var talin niðurlægjandi, enda hafði Farage tilkynnt að flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og að hann teldi útgöngusamning Johnsons ómögulegan. Farage sjálfur lét hafa það eftir sér að hann myndi hugsanlega kjósa Íhaldsflokkinn sjálfur, frekar en eigin flokk. Spennan magnast nú með hverjum deginum og stóru flokkarnir tveir hafa báðir verið að sækja í sig veðrið fyrir þingkosningarnar þann 12. desember. Íhaldsflokkurinn mælist nú í kringum 40 prósentin og Verkamannaflokkurinn í kringum 30. Báðir hafa þeir hagnast á dvínandi fylgi Brexit-flokksins, en Frjálslyndir demókratar hafa einnig gefið eftir. Þeir mælast nú með í kringum 15 prósent en höfðu vel yfir 20 í haust. Ein helsta ástæðan fyrir því að bæði Brexit-flokkurinn og Frjálslyndir demókratar hafa gefið eftir er sú staðreynd að kosningarnar munu ekki snúast algerlega um útgöngumálin, heldur efnahagsmál, niðurskurð, umhverfismál, heilbrigðiskerfið, löggæslu og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56 Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Nigel Farage mun ekki bjóða sig fram Farage stofnaði flokkinn í apríl á þessu ári og mun áfram beita sér í kosningabaráttunni. 3. nóvember 2019 09:56
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Býður ekki fram þar sem Íhaldsmenn unnu síðast Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 11. nóvember 2019 13:13