Innlent

Myndband: Bíll varð alelda við Gullnesti

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan fimm í dag.
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan fimm í dag. Fannar Scheving Edwardsson
Bifreið stóð í ljósum logum við Gullnesti í Gylfaflöt í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan fimm.Alelda bifreiðin var frístandandi á bílaplaninu og hlaut enginn skaða af vegna eldsins. Ekki er vitað um orsök eldsins að svo stöddu og engin hætta var á ferðum. Bifreiðin er sögð vera gjörónýt.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af atvikinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.