Telur dóm Landsréttar brot á jafnræðisreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2019 08:00 Dómur í máli Nadeem var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fréttablaðið/ernir Dómsmál Landsréttur hefur þyngt refsingu yfir Nadeem Maqbool sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs fyrir að afla sér kennitölu hjá Þjóðskrá með fölsuðu vegabréfi. Nadeem fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði eftir að hann játaði þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þar sem dómurinn var skilorðsbundinn var ekki unnt að draga frá refsingunni tæplega átta vikna gæsluvarðhaldsvist sem hann hafði verið látinn sæta, meðal annars vegna rannsóknar annarra sakamála sem hann reyndist ekki eiga neinn hlut að. Með dómi Landsréttar í gær var orðið við kröfu ákæruvaldsins og dómi yfir Nadeem breytt í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Er í dómsorði kveðið á um að dagar hans í gæsluvarðhaldi skuli dregnir frá refsingunni. „Óréttlæti venst illa,“ sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi, inntur eftir viðbrögðum við hinum nýfallna dómi en við meðferð málsins í Landsrétti sagði hann það í hróplegu ósamræmi við jafnræðisreglu íslensks réttar að skjólstæðingur hans búi við lakari rétt en aðrir í sambærilegum málum. Hann sagði niðurstöðu nýjustu dóma Héraðsdóms Reykjavíkur í sambærilegum málum alltaf þá sömu; 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Engum þeirra dóma hefði verið áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en málin ættu það einnig öll sammerkt að enginn sakborninganna hefði sætt gæsluvarðhaldi. „Mál þetta hófst á einhverjum furðulegum misskilningi þar sem ákærði var ranglega bendlaður við mansalsmál en hinir grunuðu í því máli eru pakistanskir ríkisborgarar. Þessi grunur átti ekki við rök að styðjast en einhvern veginn sogaðist ákærði inn í það mál, líklega fyrir þær sakir að vera frá Pakistan,“ sagði Páll Rúnar við meðferð málsins í Landsrétti í síðustu viku. Ákvörðun um áfrýjun vakti furðu Páls Rúnars. Ljóst væri að hún hefði þann eina tilgang að bera í bætifláka fyrir gæsluvarðhaldsvist mannsins og freista þess að losa ríkið undan bótaskyldu fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Nadeem kom hingað til lands árið 2017 á sínu eigin vegabréfi og óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Hann notaði fyrst fölsuð skilríki eftir að umsókn hans var hafnað en hann óttaðist þá að verða sendur til heimalands síns þar sem hann sé réttdræpur fyrir þær sakir að hafa komið manni til aðstoðar sem ekki er múslimi. Páll Rúnar vék einnig að tíma Nadeem hér á landi. „Hann hefur verið upptekinn við að elda mat og baka brauð. Hann er listakokkur og er menntaður á sínu sviði í hótel- og veitingaskóla. Hann er það hæfileikaríkur að þegar hann var settur í gæsluvarðhald þurfti að taka rétti af matseðli veitingahússins sem hann vann á, af því að enginn annar en hann var fær um að elda þá. Þetta er góður drengur sem mætir til vinnu alla daga. Hann hefur eignast vini og er vel liðinn af þeim sem hann þekkja.“ Engar ákærur hafa verið gefnar út í tengslum við mansalsmálið. Meintur höfuðpaur þess máls var úrskurðaður í gæsluvarðhald 9. október í fyrra og sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði en er nú frjáls ferða sinna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum 9. janúar var rannsókn lögreglu sögð á lokametrunum. Þótt liðnir séu tíu mánuðir frá þeim lokametrum er málið enn í rannsókn samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Dómsmál Landsréttur hefur þyngt refsingu yfir Nadeem Maqbool sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs fyrir að afla sér kennitölu hjá Þjóðskrá með fölsuðu vegabréfi. Nadeem fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði eftir að hann játaði þau brot sem hann var ákærður fyrir. Þar sem dómurinn var skilorðsbundinn var ekki unnt að draga frá refsingunni tæplega átta vikna gæsluvarðhaldsvist sem hann hafði verið látinn sæta, meðal annars vegna rannsóknar annarra sakamála sem hann reyndist ekki eiga neinn hlut að. Með dómi Landsréttar í gær var orðið við kröfu ákæruvaldsins og dómi yfir Nadeem breytt í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Er í dómsorði kveðið á um að dagar hans í gæsluvarðhaldi skuli dregnir frá refsingunni. „Óréttlæti venst illa,“ sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson verjandi, inntur eftir viðbrögðum við hinum nýfallna dómi en við meðferð málsins í Landsrétti sagði hann það í hróplegu ósamræmi við jafnræðisreglu íslensks réttar að skjólstæðingur hans búi við lakari rétt en aðrir í sambærilegum málum. Hann sagði niðurstöðu nýjustu dóma Héraðsdóms Reykjavíkur í sambærilegum málum alltaf þá sömu; 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Engum þeirra dóma hefði verið áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins en málin ættu það einnig öll sammerkt að enginn sakborninganna hefði sætt gæsluvarðhaldi. „Mál þetta hófst á einhverjum furðulegum misskilningi þar sem ákærði var ranglega bendlaður við mansalsmál en hinir grunuðu í því máli eru pakistanskir ríkisborgarar. Þessi grunur átti ekki við rök að styðjast en einhvern veginn sogaðist ákærði inn í það mál, líklega fyrir þær sakir að vera frá Pakistan,“ sagði Páll Rúnar við meðferð málsins í Landsrétti í síðustu viku. Ákvörðun um áfrýjun vakti furðu Páls Rúnars. Ljóst væri að hún hefði þann eina tilgang að bera í bætifláka fyrir gæsluvarðhaldsvist mannsins og freista þess að losa ríkið undan bótaskyldu fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Nadeem kom hingað til lands árið 2017 á sínu eigin vegabréfi og óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Hann notaði fyrst fölsuð skilríki eftir að umsókn hans var hafnað en hann óttaðist þá að verða sendur til heimalands síns þar sem hann sé réttdræpur fyrir þær sakir að hafa komið manni til aðstoðar sem ekki er múslimi. Páll Rúnar vék einnig að tíma Nadeem hér á landi. „Hann hefur verið upptekinn við að elda mat og baka brauð. Hann er listakokkur og er menntaður á sínu sviði í hótel- og veitingaskóla. Hann er það hæfileikaríkur að þegar hann var settur í gæsluvarðhald þurfti að taka rétti af matseðli veitingahússins sem hann vann á, af því að enginn annar en hann var fær um að elda þá. Þetta er góður drengur sem mætir til vinnu alla daga. Hann hefur eignast vini og er vel liðinn af þeim sem hann þekkja.“ Engar ákærur hafa verið gefnar út í tengslum við mansalsmálið. Meintur höfuðpaur þess máls var úrskurðaður í gæsluvarðhald 9. október í fyrra og sat í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði en er nú frjáls ferða sinna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum 9. janúar var rannsókn lögreglu sögð á lokametrunum. Þótt liðnir séu tíu mánuðir frá þeim lokametrum er málið enn í rannsókn samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira