Fótbolti

Strákarnir töpuðu á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Riccardo Sottil kemur Ítalíu yfir.
Riccardo Sottil kemur Ítalíu yfir. vísir/getty

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri og tapaði 3-0 fyrir Ítalíu í undankeppni EM. Leikið var á heimavelli SPAL í Ferrera.

Kolbeinn Birgir Finnsson var nálægt því að koma Íslandi yfir á 16. mínútu en skot hans fór í stöng. Það var besta færi Íslendinga í leiknum.

Riccardo Sottil kom Ítalíu yfir, 1-0, á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Patrick Cutrone, leikmaður Wolves á Englandi, skoraði svo tvö síðustu mörk Ítala undir lokin.

Ísland er í 3. sæti riðils 1 með níu stig. Ítalía er í 2. sætinu með tíu stig en Írland er á toppnum með 13 stig.

Byrjunarlið Íslands í dag. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.