Fótbolti

Strákarnir töpuðu á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Riccardo Sottil kemur Ítalíu yfir.
Riccardo Sottil kemur Ítalíu yfir. vísir/getty
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri og tapaði 3-0 fyrir Ítalíu í undankeppni EM. Leikið var á heimavelli SPAL í Ferrera.

Kolbeinn Birgir Finnsson var nálægt því að koma Íslandi yfir á 16. mínútu en skot hans fór í stöng. Það var besta færi Íslendinga í leiknum.

Riccardo Sottil kom Ítalíu yfir, 1-0, á 32. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Patrick Cutrone, leikmaður Wolves á Englandi, skoraði svo tvö síðustu mörk Ítala undir lokin.

Ísland er í 3. sæti riðils 1 með níu stig. Ítalía er í 2. sætinu með tíu stig en Írland er á toppnum með 13 stig.

Byrjunarlið Íslands í dag.vísir/gettyFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.