Fótbolti

Ísland komið í EM-umspilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland leikur í umspili um sæti á EM í mars á næsta ári.
Ísland leikur í umspili um sæti á EM í mars á næsta ári. vísir/getty

Ísland er komið í umspil um sæti á EM 2020. Þetta var endanlega ljóst eftir að Þýskaland, Holland og Króatía tryggðu sér sæti á EM í kvöld.

Í umspilinu verða, auk Íslands, þrjú lið úr B- og C-deild Þjóðadeildarinnar.

Dregið verður í umspilið á föstudaginn kemur. Undanúrslitaleikirnir í umspilinu fara fram 26. mars 2020 og úrslitaleikurinn fimm dögum síðar. Sigurvegarinn í úrslitaleiknum kemst á EM.

Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitunum en það kemur í ljós á föstudaginn hvar úrslitaleikurinn fer fram.

Hægt er að fræðast meira um EM-umspilið með því að smella hér.

Umspilið fyrir EM, sem og lokakeppnin sjálf, verður sýnt á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.