Innlent

Minniháttar meiðsli eftir bílveltu í Grafarvogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi um klukkan 11:30 í morgun.
Frá vettvangi um klukkan 11:30 í morgun. Jóhannes Óskarsson

Ökumaður jeppa slapp með skrekkinn í bílveltu á Borgarvegi í Grafarvogi í Reykjavík um ellefuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bílsins fluttur minniháttar slasaður á slysadeild.

Ökumaðurinn komst af sjálfdáðum út úr bílnum svo ekki þurfti að notast við tækjabíl sem sendur var á vettvang ásamt sjúkrabílnum.

Snjór og frost hafa verið að færa sig upp á skaftið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og víða sleipt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.