Innlent

Minniháttar meiðsli eftir bílveltu í Grafarvogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi um klukkan 11:30 í morgun.
Frá vettvangi um klukkan 11:30 í morgun. Jóhannes Óskarsson
Ökumaður jeppa slapp með skrekkinn í bílveltu á Borgarvegi í Grafarvogi í Reykjavík um ellefuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bílsins fluttur minniháttar slasaður á slysadeild.Ökumaðurinn komst af sjálfdáðum út úr bílnum svo ekki þurfti að notast við tækjabíl sem sendur var á vettvang ásamt sjúkrabílnum.Snjór og frost hafa verið að færa sig upp á skaftið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og víða sleipt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.