Ísland skipi sér í fremstu röð varðandi réttindi barna Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:32 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu samning í morgun sem á að efla réttindi barna. Vísir/Vilhelm Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“ Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“
Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira