Ísland skipi sér í fremstu röð varðandi réttindi barna Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:32 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu samning í morgun sem á að efla réttindi barna. Vísir/Vilhelm Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“ Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“
Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels