Enski boltinn

„Spila þar sem liðið þarf á mér að halda“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberto Firmino, framherji Liverpool.
Roberto Firmino, framherji Liverpool. vísir/getty

Roberto Firmino, framherji Liverpool, viðurkennir að hann muni spila hvar sem er á vellinum - bara þar sem hann hjálpar liðinu.

Framherjinn hefur farið á kostum sem fremsti maður Liverpool sem er á toppi deildarinnar en hann hefur hefur myndað magnað þríeyki með Sadio Mane og Mohamed Salah.

„Ég er leikmaður sem ber virðingu fyrir stöðu minni á vellinum og þar sem liðið þarfnast mín, þar mun ég spila,“ sagði Brasilíumaðurinn í samtali við Premier League Productions.

„Sem nía, stundum sem tíu, mun ég gera mitt besta,“ en hinn 28 ára gamli Brassi hefur leikið á alls oddi síðan hann kom frá Hoffenheim árið 2015.

Nú er hann með brasilíska landsliðinu en hann hefur skorað 13 mörk í 43 landsleikjum.

Liðið mætir Kóreu í vináttulandsleik á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.