Innlent

Húnaþing verði utan þjóðgarðs

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Ernir
„Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands,“ segir sveitarstjórn Húnaþings vestra sem vill að land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti þjóðgarðs á miðhálendinu.

„Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra,“ segir sveitarstjórn.

Samkvæmt lögum sé skipulagsvald í höndum sveitarfélaga. „Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.“

Tillaga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu feli í sér verulega skerðingu á valdheimildum sveitarfélaga og réttindum íbúa þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×