Innlent

Húnaþing verði utan þjóðgarðs

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/Ernir

„Hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu virðast fyrst og fremst tilkomnar til þess að styrkja eignar- eða ráðstöfunarrétt ríkisins yfir landi á hálendi Íslands,“ segir sveitarstjórn Húnaþings vestra sem vill að land innan marka sveitarfélagsins verði ekki hluti þjóðgarðs á miðhálendinu.

„Á þetta bæði við um land í beinni eigu sveitarfélagsins og þjóðlendur í afréttareign innan marka Húnaþings vestra,“ segir sveitarstjórn.

Samkvæmt lögum sé skipulagsvald í höndum sveitarfélaga. „Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðrar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.“

Tillaga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu feli í sér verulega skerðingu á valdheimildum sveitarfélaga og réttindum íbúa þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.