Erlent

Hand­tekinn vegna gruns um að tengjast hvarfi hinnar sau­tján ára Wilmu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan frá í síðustu viku.
Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan frá í síðustu viku. Lögregla í Svíþjóð
Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið mann vegna gruns um að tengjast hvarfi hinnar sautján ára Wilmu Andersson. Ekkert hefur spurst til Wilmu síðan á laugardag.

Lögregla girti af stórt svæði fyrir utan Uddevalla, norður af Gautaborg, í morgun eftir að hlutir, sem taldir er að vera í eigu Wilmu, fundust þar. Lögregla óttast nú að Wilmu hafi verið ráðinn bani.

„Það er meðal annars búið að finna skópar á staðnum,“ segir talsmaður sænsku lögreglunnar í samtali við fjölmiðla þar í landi.

Tilkynnt var um hvarf Wilmu á laugardaginn, en hennar hafði þá verið saknað síðan 14. nóvember. Síðast sást til hennar á svæðinu í kringum Walkesborg í Uddevalla.

Lögregla bað um aðstoð almennings við leitina að Wilmu í gær, á sama tíma og skipulögð leit hófst. Um hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í leitinni í gær, að því er fram kemur í sænskum fjölmiðlum.

Alls hafa um tuttugu verið yfirheyrðir vegna hvarfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×