Blása á sögusagnir um heilsu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 14:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni og sást Trump ekkert í minnst tvo daga eftir hana. Í gær fundaði hann með Jerome H. Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og var sá fundur í heimilisálfu Hvíta hússins, ekki á skrifstofu forsetans. Trump er elsti forseti Bandaríkjanna hingað til og er ekki þekktur fyrir heilbrigt mataræði þó hann segist aldrei hafa reykt og drekki ekki. Trump og starfsmenn hans héldu því fram að forsetinn hefði nýtt sér lausa helgi til að hefja opinbera heilsuskoðun næsta árs. Fregnir hafa þó borist af því að ferðin hafi verið óvænt og hafi ekki einu sinni verið á áætlun Hvíta hússins fyrir daginn.Í yfirlýsingu sagði Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, að Trump hefði farið í fljóta skoðun og hann væri við góða heilsu, orkumikill og hefði yfir engu að kvarta. Hún bætti við að hún hefði „oft gefið yfirlýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar“. Sem gefur sterklega í skyn að hún hafi einnig logið að fjölmiðlum. Í viðtali við Fox News sagði hún svo að Trump væri eins hraustur og mögulegt væri. Enginn hefði meiri orku í Hvíta húsinu en hann og hann ynni frá sex á morgnanna til „þú veist, mjög, mjög seint á kvöldin. Hann hefur það fínt.“ Þáttastjórnandinn Jeanine Pirro bætti við að Trump „væri nánast ofurmenni“. Læknir Hvíta hússins gaf svo út minnisblað í gærkvöldi þar sem hann sagði að um hefðbundnar rannsóknir hafi verið að ræða og eina ástæðan fyrir leyndinni hefði verið út af óvissu með tímasetningu. „Þrátt fyrir vangaveltur, hefur forsetinn ekki fundið fyrir sársauka í brjósti, né var hann rannsakaður vegna kvilla eða bráðaástands,“ stóð í minnisblaðinu. Þar kom einnig fram að forsetinn hafi ekki farið í sértæka rannsókn í tengslum við hjarta eða taugakerfi. Læknirinn sagði einnig að Trump myndi fara í frekari rannsóknir á næsta ári.Visited a great family of a young man under major surgery at the amazing Walter Reed Medical Center. Those are truly some of the best doctors anywhere in the world. Also began phase one of my yearly physical. Everything very good (great!). Will complete next year. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja óeðlilegt að forseti skipti heilsuskoðun niður og sérstaklega ef hlutar hennar eigi að eiga sér stað með margra mánaða millibili. Þá er stutt síðan hann fór í álíka skoðun.Einnig þykir óeðlilegt að skoðunin hafi ekki verið tilkynnt fyrirfram. Það hafi ávallt verið gert hingað til. Þar að auki hafi forsetinn ekki ferðast með þyrlu sinni, eins og hefð er fyrir, heldur hafi verið notast við bílalest Hvíta hússins. Í þeirri bílalest er sjúkrabíll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læknisskoðun Trump vekur athygli. í janúar 2018 virtist sem að forsetinn hækkaði um þrjá sentímetra í læknisskoðun og var hann því á mörkum þess að vera með offitu.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offituÍ kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 gerði Trump ítrekað athugasemdir við heilsu Hillary Clinton og sagði hana ekki hafa burði til að vera forseti. Eftir að hún fékk aðsvif birtu bandamenn Trump myndbönd af atvikinu en skömmu seinna lýsti framboð hennar því yfir að hún hefði verið með lungnabólgu. Framboð Trump birti tíst í gær þar sem þau lýstu vangaveltum um heilsu Trump sem móðursýki og lýstu forsetanum við Superman.BREAKING: An X-Ray image has been released from President @realDonaldTrump’s visit to Walter Reed Surely @CNN can stop the hysteria now! pic.twitter.com/KTuHczh0ih — Team Trump (@TeamTrump) November 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni og sást Trump ekkert í minnst tvo daga eftir hana. Í gær fundaði hann með Jerome H. Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og var sá fundur í heimilisálfu Hvíta hússins, ekki á skrifstofu forsetans. Trump er elsti forseti Bandaríkjanna hingað til og er ekki þekktur fyrir heilbrigt mataræði þó hann segist aldrei hafa reykt og drekki ekki. Trump og starfsmenn hans héldu því fram að forsetinn hefði nýtt sér lausa helgi til að hefja opinbera heilsuskoðun næsta árs. Fregnir hafa þó borist af því að ferðin hafi verið óvænt og hafi ekki einu sinni verið á áætlun Hvíta hússins fyrir daginn.Í yfirlýsingu sagði Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, að Trump hefði farið í fljóta skoðun og hann væri við góða heilsu, orkumikill og hefði yfir engu að kvarta. Hún bætti við að hún hefði „oft gefið yfirlýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar“. Sem gefur sterklega í skyn að hún hafi einnig logið að fjölmiðlum. Í viðtali við Fox News sagði hún svo að Trump væri eins hraustur og mögulegt væri. Enginn hefði meiri orku í Hvíta húsinu en hann og hann ynni frá sex á morgnanna til „þú veist, mjög, mjög seint á kvöldin. Hann hefur það fínt.“ Þáttastjórnandinn Jeanine Pirro bætti við að Trump „væri nánast ofurmenni“. Læknir Hvíta hússins gaf svo út minnisblað í gærkvöldi þar sem hann sagði að um hefðbundnar rannsóknir hafi verið að ræða og eina ástæðan fyrir leyndinni hefði verið út af óvissu með tímasetningu. „Þrátt fyrir vangaveltur, hefur forsetinn ekki fundið fyrir sársauka í brjósti, né var hann rannsakaður vegna kvilla eða bráðaástands,“ stóð í minnisblaðinu. Þar kom einnig fram að forsetinn hafi ekki farið í sértæka rannsókn í tengslum við hjarta eða taugakerfi. Læknirinn sagði einnig að Trump myndi fara í frekari rannsóknir á næsta ári.Visited a great family of a young man under major surgery at the amazing Walter Reed Medical Center. Those are truly some of the best doctors anywhere in the world. Also began phase one of my yearly physical. Everything very good (great!). Will complete next year. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja óeðlilegt að forseti skipti heilsuskoðun niður og sérstaklega ef hlutar hennar eigi að eiga sér stað með margra mánaða millibili. Þá er stutt síðan hann fór í álíka skoðun.Einnig þykir óeðlilegt að skoðunin hafi ekki verið tilkynnt fyrirfram. Það hafi ávallt verið gert hingað til. Þar að auki hafi forsetinn ekki ferðast með þyrlu sinni, eins og hefð er fyrir, heldur hafi verið notast við bílalest Hvíta hússins. Í þeirri bílalest er sjúkrabíll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læknisskoðun Trump vekur athygli. í janúar 2018 virtist sem að forsetinn hækkaði um þrjá sentímetra í læknisskoðun og var hann því á mörkum þess að vera með offitu.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offituÍ kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 gerði Trump ítrekað athugasemdir við heilsu Hillary Clinton og sagði hana ekki hafa burði til að vera forseti. Eftir að hún fékk aðsvif birtu bandamenn Trump myndbönd af atvikinu en skömmu seinna lýsti framboð hennar því yfir að hún hefði verið með lungnabólgu. Framboð Trump birti tíst í gær þar sem þau lýstu vangaveltum um heilsu Trump sem móðursýki og lýstu forsetanum við Superman.BREAKING: An X-Ray image has been released from President @realDonaldTrump’s visit to Walter Reed Surely @CNN can stop the hysteria now! pic.twitter.com/KTuHczh0ih — Team Trump (@TeamTrump) November 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58