Fótbolti

Frábær endurkoma íslensku strákanna sem eru komnir í milliriðil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas skoraði þriðja mark Íslands.
Andri Lucas skoraði þriðja mark Íslands. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni EM 2020 með sigri á Albaníu, 2-4, í dag.

Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik, enda var staðan 2-0, Albaníu í vil.

Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Atli Barkarson minnkaði muninn á 51. mínútu.

Á 65. mínútu fékk Armando Broja, fyrirliði Albaníu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þremur mínútum síðar jafnaði Ísak Snær Þorvaldsson metin.

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir á 74. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson fjórða og síðasta mark Íslendinga.

Ísland fékk sex stig í riðli 4. Íslensku strákarnir unnu Grikkland og Albaníu en töpuðu fyrir Belgíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×