Fótbolti

Frábær endurkoma íslensku strákanna sem eru komnir í milliriðil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas skoraði þriðja mark Íslands.
Andri Lucas skoraði þriðja mark Íslands. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni EM 2020 með sigri á Albaníu, 2-4, í dag.

Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik, enda var staðan 2-0, Albaníu í vil.

Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Atli Barkarson minnkaði muninn á 51. mínútu.

Á 65. mínútu fékk Armando Broja, fyrirliði Albaníu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þremur mínútum síðar jafnaði Ísak Snær Þorvaldsson metin.

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir á 74. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson fjórða og síðasta mark Íslendinga.

Ísland fékk sex stig í riðli 4. Íslensku strákarnir unnu Grikkland og Albaníu en töpuðu fyrir Belgíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.