Fótbolti

Strákarnir skoruðu fimm gegn Grikkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann var á skotskónum gegn Grikklandi.
Ísak Bergmann var á skotskónum gegn Grikklandi. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann 5-2 sigur á Grikklandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Belgíu í dag.

Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum. Íslenska liðið mætir því albanska í lokaleik sínum í riðlinum á þriðjudaginn.

Orri Hrafn Kjartansson kom Íslandi yfir á 19. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiks.

Markastíflan brast svo í seinni hálfleik þegar sex mörk litu dagsins ljós.

Valgeir Valgeirsson kom Íslendingum í 2-0 á 57. mínútu. Á 61. mínútu skoraði Kristall Máni Ingason þriðja mark Íslands og fimm mínútum síðar skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson það fjórða. Kristall Máni var svo aftur á ferðinni á 73. mínútu.

Grikkir löguðu stöðuna með tveimur mörkum undir lokin. Lokatölur 5-2, Íslandi í vil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.