Fótbolti

Strákarnir skoruðu fimm gegn Grikkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann var á skotskónum gegn Grikklandi.
Ísak Bergmann var á skotskónum gegn Grikklandi. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann 5-2 sigur á Grikklandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Belgíu í dag.

Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í riðlinum. Íslenska liðið mætir því albanska í lokaleik sínum í riðlinum á þriðjudaginn.

Orri Hrafn Kjartansson kom Íslandi yfir á 19. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiks.

Markastíflan brast svo í seinni hálfleik þegar sex mörk litu dagsins ljós.

Valgeir Valgeirsson kom Íslendingum í 2-0 á 57. mínútu. Á 61. mínútu skoraði Kristall Máni Ingason þriðja mark Íslands og fimm mínútum síðar skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson það fjórða. Kristall Máni var svo aftur á ferðinni á 73. mínútu.

Grikkir löguðu stöðuna með tveimur mörkum undir lokin. Lokatölur 5-2, Íslandi í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.