Innlent

Borgarstjórn samþykkir tillögu sem felur í sér lokun Kelduskóla Korpu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það er fjölmennt á pöllunum í dag á fundi borgarstjórnar.
Það er fjölmennt á pöllunum í dag á fundi borgarstjórnar. Vísir/Elín
Nemendur og foreldrar mótmæltu áformum borgarinnar um lokun Kelduskóla Korpu á fundi borgarstjórnar í dag. Tillaga um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi var samþykkt á fundinum.

Stór hópur foreldra og nemenda úr Kelduskóla tók á móti borgarfulltrúum þegar þeir mættu einn af öðrum til borgarstjórnarfundar. Borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar ræddu stuttlega við nemendur áður en þeir héldu inn á fundinn. 7. bekkingar í Korpu höfðu þegar sent borgarstjóra bréf til að mótmæla áformunum en margir þeirra voru mættir í dag til að mótmæla.

Sjá einnig: Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, að minnsta kosti tímabundið, en skólinn er sá fámennasti í Reykjavík. Nemendur og foreldrar fylgdust með á pöllunum og þurfti forseti borgarstjórnar að biðja áhorfendur að hafa hljóð þegar þeir tóku að klappa að loknum ræðum borgarfulltrúa minnihlutans sem hafa lagst gegn áformunum.

Eftir skammir frá forseta borgarstjórnar tóku áhorfendur upp á því að veifa í staðinn. Óhætt er að segja að mikill hiti hafi verið í umræðunum sem stóðu lengi yfir.

Borgarstjórnarflokkar minnihlutans gagnrýndu framgöngu meirihlutans harðlega í umræðum í borgarstjórn og í bókunum. Breytingartillaga Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að fresta tillögunni var felld.


Tengdar fréttir

Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi

Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi.

Segir hlustað á sjónarmið nemenda

Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.