Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 14:45 Hópur nemenda úr Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík mættu með mótmælaskilti og tjáðu borgarstjóra að þau vilji ekki að skólanum þeirra verði lokað áður en borgarstjórnarfundur hófst í dag. Vísir/Friðrik Þór Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira