Enski boltinn

Walker: Erfitt þegar lið setja 11 menn fyrir aftan boltann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyle Walker
Kyle Walker vísir/getty
Kyle Walker var hetja Manchester City gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.City þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Southampton og kom sigurmark Walker ekki fyrr en á 86. mínútu.„Við verðum að halda okkur við okkar leikáætlun. Við vorum þolinmóðir og það virkað þar sem við uppskárum þrjú stig,“ sagði Walker eftir leikinn.„Það er erfitt þegar lið setja 11 leikmenn fyrir aftan boltann, en við erum með leikmenn sem geta snúið leiknum við og við gerðum það í dag.“„Hver sigur er mjög mikilvægur. Við erum með gæðin, þetta snýst um andlegt ástand leikmanna, við verðum að vera jákvæðir.“City er sex stigum á eftir Liverpool í deildinni en liðin mætast í stórleik um næstu helgi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.