Fótbolti

Rekinn fimm mánuðum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Balotelli að fá nýjan þjálfara
Balotelli að fá nýjan þjálfara vísir/getty

Ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia hefur rekið Eugenio Corini úr starfi sem þjálfara liðsins eftir 2-1 tap gegn Hellas Verona í Serie A í gær.

Corini tók við stjórnartaumunum hjá Brescia eftir nokkrar umferðir á síðustu leiktíð en þá var liðið í vandræðum í Serie B. Honum tókst að snúa genginu við og fagnaði Brescia sigri í B-deildinni fyrir fimm mánuðum síðan.

Gengi nýliðanna hefur ekki verið afleitt í upphafi tímabils en liðið hefur sjö stig eftir 10 umferðir og er í 18.sæti en á leik til góða á liðin í næstu sætum fyrir ofan.

Brescia kom flestum á óvart með því að vinna Serie B á síðustu leiktíð en þetta er í annað skiptið á síðustu fimmtán árum sem félagið leikur meðal þeirra bestu á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.