Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum gegn Verona en skoraði svo fyrir framan rasistana. vísir/getty Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Verona og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Á 54. mínútu fékk Balotelli nóg af apahljóðunum, sparkaði boltanum upp í stúku og ætlaði að ganga af velli. Hann hélt þó leik áfram og skoraði fallegt mark á 85. mínútu. Hann minnkaði þá muninn í 2-1 sem urðu lokatölur leiksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Verona gerast sekir um rasisma. Þeim hefur þó aldrei verið refsað. Eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Verona, Ivan Juric, að Balotelli hefði gert of mikið úr málinu. „Fyrir það fyrsta vil ég segja að það er ekki hægt að leggjast lægra en að vera rasisti. Þú getur ekki lagst lægra en að hata einhvern út af húðlit hans. Upp á síðkastið hefur þetta komið oft upp á Ítalíu, því fólk trúir því að öll þeirra vandamál séu þeldökku fólki að kenna. Ég er alfarið á móti rasisma,“ sagði Juric. „En í dag [í gær] gerðist ekki neitt. Ekkert. Ég ræddi við fjórða dómarann og hann sagðist ekki hafa orðið var við neinn rasisma. Stuðningsmennirnir stríddu Mario og blístruðu á hann en það voru engir kynþáttafordómar. Ég vil ekki saka hann um neitt, kannski hefur hann orðið fyrir kynþáttafordómum á öðrum stöðum, og kannski hérna áður fyrr, en í dag [í gær] gerðist ekkert.“ Frétt Ríkharðs Óskars Guðnasonar má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Rekinn fimm mánuðum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp Ítölsk knattspyrnulið eru þekkt fyrir afar litla þolinmæði í þjálfaramálum. 4. nóvember 2019 10:30 Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Verona og Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Á 54. mínútu fékk Balotelli nóg af apahljóðunum, sparkaði boltanum upp í stúku og ætlaði að ganga af velli. Hann hélt þó leik áfram og skoraði fallegt mark á 85. mínútu. Hann minnkaði þá muninn í 2-1 sem urðu lokatölur leiksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Verona gerast sekir um rasisma. Þeim hefur þó aldrei verið refsað. Eftir leikinn sagði knattspyrnustjóri Verona, Ivan Juric, að Balotelli hefði gert of mikið úr málinu. „Fyrir það fyrsta vil ég segja að það er ekki hægt að leggjast lægra en að vera rasisti. Þú getur ekki lagst lægra en að hata einhvern út af húðlit hans. Upp á síðkastið hefur þetta komið oft upp á Ítalíu, því fólk trúir því að öll þeirra vandamál séu þeldökku fólki að kenna. Ég er alfarið á móti rasisma,“ sagði Juric. „En í dag [í gær] gerðist ekki neitt. Ekkert. Ég ræddi við fjórða dómarann og hann sagðist ekki hafa orðið var við neinn rasisma. Stuðningsmennirnir stríddu Mario og blístruðu á hann en það voru engir kynþáttafordómar. Ég vil ekki saka hann um neitt, kannski hefur hann orðið fyrir kynþáttafordómum á öðrum stöðum, og kannski hérna áður fyrr, en í dag [í gær] gerðist ekkert.“ Frétt Ríkharðs Óskars Guðnasonar má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma
Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Rekinn fimm mánuðum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp Ítölsk knattspyrnulið eru þekkt fyrir afar litla þolinmæði í þjálfaramálum. 4. nóvember 2019 10:30 Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Rekinn fimm mánuðum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp Ítölsk knattspyrnulið eru þekkt fyrir afar litla þolinmæði í þjálfaramálum. 4. nóvember 2019 10:30
Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00
Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38