Fótbolti

Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Balotelli gekk af velli.
Balotelli gekk af velli. vísir/getty
Mario Balotelli varð fyrir kynþáttaníði í leik Brescia og Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Verona vann leikinn, 2-1, en Balotelli skoraði mark Brescia.

Snemma í seinni hálfleik þrumaði Balotelli boltanum upp í stúku eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Verona. Balotelli gekk svo af velli.

Eins og reglur FIFA kveða á um stöðvaði dómarinn leikinn. Hann bað svo um að yfirlýsing yrði lesin upp í hátalarakerfi vallarins þar sem stuðningsmenn Verona voru beðnir um að láta Balotelli í friði.



Þegar leikurinn var stöðvaður var staðan 1-0, Verona í vil. Heimamenn bættu öðru marki við á 81. mínútu en fjórum mínútum síðar skoraði Balotelli fyrir framan stuðningsmennina sem höfðu beitt hann kynþáttaníðinu.

Þetta er eitt fjölmargra dæma um ömurlega hegðun stuðningsmanna liða í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Ítalska knattspyrnusambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að taka of vægt á rasisma en illa gengur í baráttunni við að uppræta hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×