Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:30 Sama fjölskyldan hefur rekið hótel í meira en þrjátíu ár á Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“ Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira