Fótbolti

Sjáðu sigur­mark Cham­berlain, marka­súpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin um­deildu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain fagnar og eitt af rauðu spjöldunum fer á loft á Brúnni.
Chamberlain fagnar og eitt af rauðu spjöldunum fer á loft á Brúnni. vísir/getty
Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum.Chelsea og Ajax mættust þar í mögnuðum knattspyrnuleik. Lokatölurnar urðu 4-4 en einnig fóru tvö rauð spjöld á loft í leiknum.Mörkin sem og það helsta úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá hér að neðan.Klippa: Chelsea - Ajax 4-4
Í Liverpool-borg unnu Evrópumeistararnir 2-1 sigur á Genk en sigurinn var nokkuð torsóttur. Liverpool virtist þó ekki vera á fullu og sigurinn nokkuð þægilegur.Sigurmarkið skoraði Englendingurinn Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur komið sterkur inn í lið Liverpool eftir erfið meiðsli.Meistaradeildarmessan gerði upp leikinn og má sjá það helsta úr leiknum hér að neðan.Klippa: Liverpool - Genk 2-1


Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Liverpool marði Genk

Liverpool nældi í sex mikilvæg stig gegn Genk í síðustu tveimur leikjum í Meistaradeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.