Fótbolti

Sjáðu sigur­mark Cham­berlain, marka­súpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin um­deildu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain fagnar og eitt af rauðu spjöldunum fer á loft á Brúnni.
Chamberlain fagnar og eitt af rauðu spjöldunum fer á loft á Brúnni. vísir/getty

Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum.

Chelsea og Ajax mættust þar í mögnuðum knattspyrnuleik. Lokatölurnar urðu 4-4 en einnig fóru tvö rauð spjöld á loft í leiknum.

Mörkin sem og það helsta úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar má sjá hér að neðan.

Klippa: Chelsea - Ajax 4-4


Í Liverpool-borg unnu Evrópumeistararnir 2-1 sigur á Genk en sigurinn var nokkuð torsóttur. Liverpool virtist þó ekki vera á fullu og sigurinn nokkuð þægilegur.

Sigurmarkið skoraði Englendingurinn Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur komið sterkur inn í lið Liverpool eftir erfið meiðsli.

Meistaradeildarmessan gerði upp leikinn og má sjá það helsta úr leiknum hér að neðan.

Klippa: Liverpool - Genk 2-1


Tengdar fréttir

Liverpool marði Genk

Liverpool nældi í sex mikilvæg stig gegn Genk í síðustu tveimur leikjum í Meistaradeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.