Liverpool marði Genk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain fagnar sigurmarkinu.
Chamberlain fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Liverpool gegn Genk í E-riðli Meistaradeildar Evrópu en liðin mættust á Anfield í kvöld.Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði margar breytingar á liði Evrópumeistaranna en meðal varamanna voru Andy Robertson, Sadio Mane og Roberto Firmino.Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir á 14. mínútu með skoti úr markteignum en Mbwana Samata jafnaði metin fyrir Belgana með hörkuskalla.Sigurmarkið kom á áttundu mínútu síðari hálfleiks er Alex Oxlade-Chamberlain skoraði með laglegu skoti og þar við sat. Mikilvægur en ekki fallegur sigur Liverpool gegn Belgunum.Liverpool er því með níu stig á toppi riðilsins. Napoli er í öðru sætinu með átta en Red Bull Salzburg er með fjögur stig og Genk á botninum með eitt.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.