Liverpool marði Genk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain fagnar sigurmarkinu.
Chamberlain fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Liverpool gegn Genk í E-riðli Meistaradeildar Evrópu en liðin mættust á Anfield í kvöld.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði margar breytingar á liði Evrópumeistaranna en meðal varamanna voru Andy Robertson, Sadio Mane og Roberto Firmino.

Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir á 14. mínútu með skoti úr markteignum en Mbwana Samata jafnaði metin fyrir Belgana með hörkuskalla.







Sigurmarkið kom á áttundu mínútu síðari hálfleiks er Alex Oxlade-Chamberlain skoraði með laglegu skoti og þar við sat. Mikilvægur en ekki fallegur sigur Liverpool gegn Belgunum.

Liverpool er því með níu stig á toppi riðilsins. Napoli er í öðru sætinu með átta en Red Bull Salzburg er með fjögur stig og Genk á botninum með eitt.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira