Dortmund kom til baka gegn Inter og Håland heldur áfram að skora | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna í kvöld.
Leikmenn Dortmund fagna í kvöld. vísir/getty
Dortmund vann mikilvægan 3-2 sigur á Inter á heimavelli er liðin mættust í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Það var kraftur í Inter í fyrri hálfleik. Lautaro Martinez kom Inter yfir á 9. mínútu og fimm mínútum fyrir leikhlé tvöfaldaði Matias Vecino forystuna.Allt annað lið Dortmund kom út í síðari hálfleikinn. Achraf Hakimi minnkaði muninn á 51. mínútu og þrettán mínútum síðar jafnaði Julian Brandt.Hakimi var ekki hættur því á 77. mínútu skoraði hann sigurmarkið og tryggði Dortmund 3-2 sigur. Þeir eru því í 2. sætinu með sjö stig, stigi á eftir Barcelona, en Inter er í 3. sætinu með fjögur stig.

Napoli og Salzburg gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu. Erling Braut Håland kom Salzburg yfir úr vítaspyrnu á 11. mínútu en Hirving Lozano jafnaði fyrir Napoli.Liverpool er á toppi riðilsins með níu stig, Napoli átta, Salzburg fjögur og Genk eitt.

Það er svo gríðarleg spenna í H-riðlinum þar sem Valencia vann 4-1 sigur á Lille eftir að hafa lent 1-0 undir í leiknum.Chelsea, Valencia og Ajax eru öll með fjögur stig eftir leiki kvöldsins og það verður spenna í síðustu tveimur umferðunum þar.Öll úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Liverpool - Genk 2-1

Napoli - Salzburg 1-1F-riðill:

Barcelona - Slavia Prag 0-0

Dortmund - Inter 3-2G-riðill:

Zenit - Leipzig 0-2

Lyon - Benfica 3-1H-riðill:

Chelsea - Ajax 4-4

Valencia - Lille 4-1

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.