Erlent

Fimmtán látnir eftir árás í suðurhluta Taílands

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi. Alls hafa um sjö þúsund manns látið lífið í vopnuðum átökum taílenskra yfirvalda og aðskilnaðarhópa í héruðunum Yala, Pattani og Narathiwat síðustu fimmtán árin.
Frá vettvangi. Alls hafa um sjö þúsund manns látið lífið í vopnuðum átökum taílenskra yfirvalda og aðskilnaðarhópa í héruðunum Yala, Pattani og Narathiwat síðustu fimmtán árin. epa

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir árásir gegn eftirlitsstöðvum öryggissveita í Yala-héraði í suðurhluta Taílands í nótt.

Talsmenn taílenskra yfirvalda segja fórnarlömbin sjálfboðaliða í öryggissveitum sem hafi sinnt eftirliti vegna uppþota múslima í þremur syðstu héruðum landsins. Taílenski herinn segir múslimska uppreisnarmenn hafa staðið fyrir árásinni.

Herforinginn Pramote Prom-in segir árásina þá stærstu og mannskæðustu á svæðinu mörg ár og að árásarmennirnir hafi tekið vopn af sjálfboðaliðunum og eftirlitsstöðinni áður en þeir lögðu á flótta.

Alls hafa um sjö þúsund manns látið lífið í vopnuðum átökum taílenskra yfirvalda og aðskilnaðarhópa í héruðunum Yala, Pattani og Narathiwat síðustu fimmtán árin.

Aðskilnaðarhóparnir saka taílenska ríkið um að reyna bæla niður malay-menninguna í landinu, sen stór hluti íbúa í héruðunum þremur eru múslimar og var þar sérstakt soldánaríki á sínum tíma sem var innlimað í Taíland árið 1909.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.