Fundu móður konu sem skilin var eftir sem barn í ruslagámi fyrir 29 árum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 11:28 Ingrid og Jens Christian Nørve frá þættinum Åsted Norge. TV2 Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2. Noregur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2.
Noregur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira