Erlent

„Tortímandinn“ hlaut 30 ára dóm fyrir stríðsglæpi í Austur-Kongó

Kjartan Kjartansson skrifar
Bosco Ntaganda í dómsal í Haag í morgun. Hann er fjórði einstaklingurinn sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur dæmt til refsingar.
Bosco Ntaganda í dómsal í Haag í morgun. Hann er fjórði einstaklingurinn sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur dæmt til refsingar. Vísir/EPA

Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) í Haag dæmdi Bosco Ntaganda í þrjátíu ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í uppreisn sem hann leiddi í Austur-Kongó. Ntaganda, sem hefur verið nefndur „Tortímandinn“, var fundinn sekur um morð, nauðganir, kynferðislega þrælkun og að þvinga börn til að gegn hermennsku.

Dómurinn er sá þyngsti í sögu dómstólsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ntaganda var fundinn sekur í átján ákæruliðum eftir að dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hans hafi framið fjöldamorð á óbreyttum borgurum í sumar.

Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur sakfellt sakborning fyrir kynlífsþrælkun. Hersveitir undir forystu Ntaganda sem kölluðu sig M23 tóku þátt í átökum í Rúanda og Austur-Kongó.


Tengdar fréttir

UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.