Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 250 manns hafa látið lífið í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmælin hafa staðið yfir í rúman mánuð eða frá 1. október síðastliðnum. Fjórir voru skotnir til bana í vikunni og 35 manns eru særðir. Nordicphotos/Getty Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“