„Eins og 12 ára gamalt barn í flugturni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:48 Donald Trump Bandaríkjaforseta er lýst sem grimmum og hættulegum í nýrri bók. vísir/getty Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Sjá meira
Nafnlaus höfundur bókar sem fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættistíð hans hingað til í Hvíta húsinu sparar ekki stóru orðin ef marka má umfjallanir Washington Post og New York Times um bókina. Höfundurinn, sem er sá sami og skrifaði nafnlausan pistil í New York Times í fyrra um Trump, segir forsetann takast á við hvert vandamálið á fætur öðru „eins og 12 ára gamalt barn í flugturni sem ýti handahófskennt á takka stjórnvalda, taki ekkert tillit til flugvélanna sem renna yfir flugbrautina og flugvélanna sem koma sér burt frá flugvellinum í óðagoti.“ Vandamálin kalli hann yfir sig sjálfur. Þá segir höfundurinn Trump grimman, óhæfan og hættulegan bandarísku þjóðinni. Bókin heitir A Warning og kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en fyrrnefndir fjölmiðlar hafa fengið bókina afhenta.Höfundurinn segir umræðuna ekki eiga að snúast um hann Höfundinum er aðeins lýst sem háttsettum embættismanni í ríkisstjórn Trump. Í umfjöllun Washington Post er bókin sögð óvægð lýsing á karakter Trump, þar sem siðferði hans og gáfnafar er meðal annars tekið fyrir. Bókina byggir höfundur á eigin reynslu auk þess sem hann segir að ýmsir aðrir embættismenn í ríkisstjórn Trump, núverandi eða fyrrverandi, hafi deilt reynslu sinni. „Ég hef ákveðið að gefa þessa bók út nafnlaust því umræðan á ekki að snúast um mig. Þessi bók er um okkur. Hún fjallar um það hvernig við viljum að forsetinn endurspegli þjóð okkar og það er það sem umræðan ætti að snúast um. Einhverjir munu kalla þetta heigulshátt og það særir mig ekki. Ég er undir það búin/n að tengja nafn mitt við á gagnrýni á Trump. Ég gæti gert það í framtíðinni,“ segir höfundurinn. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, kallaði bókina „skáldskap“ og nafnlausan höfundinn „heigul.“ „Alvöru höfundar nálgast umfjöllunarefni sitt til þess að fá staðreyndirnar á hreint en þessi einstaklingur er í felum, þannig að ómögulegt er fyrir hann að vera alvöru rithöfundur. Blaðamenn sem skrifa um þessa bók ættu að hafa heiðarleika blaðamennskunnar í hávegum og fjalla um hana eins og hún er; sem skáldskap,“ segir Grisham í tölvupósti til Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42