Stuðningsmenn liðs Balotelli lýsa yfir stuðningi við rasistana í Verona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2019 15:45 Balotelli er hér heitur eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum. vísir/getty Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00
Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00
Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38
Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00