Erlent

Feðgin frelsissviptu konu í viku og brutu á kynferðislega

Eiður Þór Árnason skrifar
Konan fannst nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu.
Konan fannst nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu. vÍSIR/GETTY
Faðir og dóttir sem voru handtekin fyrr í þessari viku í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum eru grunuð um að hafa rænt konu í Las Vegas, brotið á henni kynferðislega og skilið hana eftir í lífshættu.Stanley Alfred Lawton og Shaniya Nicole Poche-Lawton eru sökuð um mannrán, tilraun til manndráps og nauðgun, að sögn saksóknara í Los Angeles-sýslu. Þau eru sömuleiðis ákærð fyrir að hafa rænt þrjá hraðbanka.Herlögregla fann fórnarlambið nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu síðasta miðvikudag og var hún færð á sjúkrahús til aðhlynningar. Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og er snúin aftur til Las Vegas. Talið er að feðginin hafi ógnað konunni með skotvopni og rænt henni í norðurhluta Las Vegas í kringum 30. október síðastliðinn og haldið henni gegn vilja sínum í viku á heimili í Palmdale í Kaliforníu.Konan er sögð hafa þekkt mannræningjana og leiddu þær upplýsingar til handtöku feðginanna. Ekkert er sagt benda til þess þau hafi verið í hefndarhug eða krafist lausnargjalds, samkvæmt upplýsingum frá Eduardo Hernandez, yfirvarðstjóra hjá lögreglunni í Los Angeles-sýslu.Hernandez sagði það ekki heldur liggja fyrir hvers vegna Lawton-fenginin slepptu konunni. Hann sagði að um grimmilegt mál væri að ræða og að fórnarlambið væri heppið að hafa fundist á lífi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.