Erlent

Feðgin frelsissviptu konu í viku og brutu á kynferðislega

Eiður Þór Árnason skrifar
Konan fannst nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu.
Konan fannst nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu. vÍSIR/GETTY

Faðir og dóttir sem voru handtekin fyrr í þessari viku í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum eru grunuð um að hafa rænt konu í Las Vegas, brotið á henni kynferðislega og skilið hana eftir í lífshættu.

Stanley Alfred Lawton og Shaniya Nicole Poche-Lawton eru sökuð um mannrán, tilraun til manndráps og nauðgun, að sögn saksóknara í Los Angeles-sýslu. Þau eru sömuleiðis ákærð fyrir að hafa rænt þrjá hraðbanka.

Herlögregla fann fórnarlambið nálægt Edwards flugherstöðinni í suðurhluta Kaliforníu síðasta miðvikudag og var hún færð á sjúkrahús til aðhlynningar. Hún hefur nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og er snúin aftur til Las Vegas. Talið er að feðginin hafi ógnað konunni með skotvopni og rænt henni í norðurhluta Las Vegas í kringum 30. október síðastliðinn og haldið henni gegn vilja sínum í viku á heimili í Palmdale í Kaliforníu.

Konan er sögð hafa þekkt mannræningjana og leiddu þær upplýsingar til handtöku feðginanna. Ekkert er sagt benda til þess þau hafi verið í hefndarhug eða krafist lausnargjalds, samkvæmt upplýsingum frá Eduardo Hernandez, yfirvarðstjóra hjá lögreglunni í Los Angeles-sýslu.

Hernandez sagði það ekki heldur liggja fyrir hvers vegna Lawton-fenginin slepptu konunni. Hann sagði að um grimmilegt mál væri að ræða og að fórnarlambið væri heppið að hafa fundist á lífi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.