Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar taplausir á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir lék allan leikinn í sigri PAOK.
Sverrir lék allan leikinn í sigri PAOK. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnarinnar hjá PAOK í kvöld þegar liðið heimsótti Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Eina mark leiksins skoraði liðsfélagi Sverris þar sem Josip Misic kom PAOK í forystu snemma í síðari hálfleik.

Sigurinn lyftir PAOK uppfyrir Olympiakos í efsta sæti deildarinnar en bæði lið eru taplaus. PAOK eftir tíu leiki en Olympiakos níu.


 Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.