Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 20:00 Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una. Árborg Húsnæðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una.
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira