Innlent

Síðasta skipið í haust fór í gær

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Sundahöfn.
Í Sundahöfn. Fréttablaðið/Valli

Samtals 183.107 farþegar komu til Íslands með skemmtiferðaskipum á þessu ári. Síðasta skip sumarsins sigldi úr Sundahöfn eftir miðnætti í fyrrinótt.

Það var farþegaskipið Astoria sem bæði hóf skemmtisiglingatímabilið til Íslands og lauk því. Astoria kom fyrst til Sundahafnar að morgni 16. mars og sigldi þaðan síðustu ferðina í fyrrinótt.

Auk fyrrnefndra farþega var 80.241 áhafnarmeðlimur um borð í skemmtiferðaskipunum 84 sem hingað komu í alls 194 ferðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.