Enski boltinn

Heppni Man. City liðsins í bikardráttum er engu öðru lík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnir síðustu ára.
Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City hafa farið auðveldu leiðina í gegnum bikarkeppnir síðustu ára. Getty/ Michael Regan
Manchester City datt enn á ný í lukkupottinn þegar dregið var í átta liða úrslit enska deildabikarsins í morgun.

Manchester City þarf reyndar að fara á útivöll en mótherjinn er Oxford United sem er eins og er í fimmta sæti í ensku C-deildinni.

Manchester City vann Southampton í sextán liða úrslitum keppninnar eða sama lið og tapaði síðasta deildarleik sínum 9-0 á heimavelli á móti Leicester City.

Þetta var langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Manchester City hefur heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppni.

Það er ótrúlegt að skoða andstæðinga Manchester City í bikarkeppnunum frá og með síðasta tímabili þegar liðið varð bæði enskur bikarmeistari og enskur deildabikarmeistari.

Það skiptir eiginlega engu máli hvort við skoðum Meistaradeildina, enska bikarinn eða enska deildabikarinn. Í öllum keppnum hefur City-liðið sloppið við stórlið og margoft mætt liðum úr neðri deildum heima fyrir.

Fólkið á GiveMeSport tók þetta saman eins og sjá má hér fyrir neðan.







Það er einnig áhugavert að skoða í hvaða deildum liðin voru sem hafa dregist á móti Manchester City í ensku bikarkeppnunum undanfarnar tvær leiktíðir.

Mótherjar Manchester City í enska bikarnum 2018-19:

Rotherham United (B-deild)

Burnley (A-deild)

Newport County (D-deild)

Swansea City (B-deild)    

Brighton & Hove Albion (A-deild)

- mætti síðan Watford í úrslitaleik

Mótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2018-19:

Oxford United (C-deild)    

Fulham (fallið í A-deild)

Leicester City (A-deild)    

Burton Albion (C-deild)

- mætti síðan Chelsea í úrslitaleik

Mótherjar Manchester City í enska deildabikarnum 2019-20:

Preston North End (B-deild)    

Southampton (A-deild)

Oxford United (C-deild)    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×