Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór. Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór.
Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira